Færsluflokkur: Bloggar
5.4.2008 | 12:16
Christania lifi
Óeinkennisklædda danska löggan slæst við handtöku á manni og annar er bundin á bekk þar hjá. Maður kemur að með 6. ára son sinn og amma með, - og annar maður kom einnig þar að með hvolpinn sinn. Hundurinn fór að leika með löggunni, læti og gaman og ógnaði ekki. Löggan skipar að taka hundin eða ég skít sagði löggumann. Skaut svo bara. Maðurinn sagði: "þú skaust ekki hundinn minn", (jæa sagði löggumann;skáldaleyfi höfundar:)) - og skeit tvisvar aftur.
Þetta olli mikilli reiði í Chistianiu og aktion-teymið fór í gang. Hægrimenn sögðu að Christiniubúar ættu að biðjast afsökunar á látunum ella fyrirgera búsetu sinni þarna, gömul saga sum sé.
Fréttaflutningur af þessu hérlendis er með hætti hægripressunnar, skammtaðar fréttir frá dönsku lögreglunni.
En hér er meira um þetta frá fólkinu sem var á staðnum og dönsku pressunni:
http://christania.org/modules.php?name=content&spa=showpage&pid=83
ps.: eru allir að gera í sig í vikunni, eða hvað??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2008 | 11:52
Hannes Hólmsteinn með niður um sig?
Í dag, í 24 stundum, er mynd af frænda mínum, Hannesi. Hann hefur haft allt niður um sig undanfarið eins og sagt er á götumáli, í óeiginlegri merkingu að sjálfsögðu.
En nú segir hann að "batnandi höfundi sé best að lifa," ég læri af mistökunum og fleira í þeim dúr, að ekki sé minnst á þegar hann greinir frá því í viðtalinu að þett sé nú ekki í fyrst sinn sem háskólamenn fái á sig dóm. Sum sé, trúverðugur iðrandi maður og fer vel á því, eða hvað?
Því nú lendir hann í því alveg óvart, að hin eiginlega merking tekur við og hann missir niður um sig fyrir framan alþjóð, - eða næstum því skulum við segja.
Því á bls. 38 í 24 stundum er mynd af Hannesi frænda með opna buxnaklauf! Mikið er það klaufarlegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2007 | 14:53
Gott hjá Magga!
Það er yndislegt þegar önnum kafnir menn, færir á sínu sviði, gefa sér tíma til að styðja við nýja tónlistarmenn, nýtt efni og efla tónlistarviðburði. Þetta er originalar sem gera svona.
Annars ætlaði ég ekki að blogga um þessa frétt, hugsaði bara hlýtt til Magnúsar ofl. Man svo vel eftir honum í gömlu sveitunum. Ég skrifaði inn athugasemd á blogginu hennar Ragnhildar Ástvaldsdóttur sem bloggaði "ríður hverju".
Mér fannst þetta ósæmileg athugasemd, ekkert sniðugt. Útskýrði hvað það þýðir að ríða á vað og að svona athugasemdir geta verið ósæmilegar. Heyrðu! .... þetta fór eitthvað fyrir brjóstið á henni (vonandi misskilst þetta máltæki ekki!) og tók hún athugasemdina mína út!
Þolir fólk ekki gagnrýni? .... sem situr þó við og gagnrýnir! .... þetta er nú meiri vitleysan.
Maggi Kjartans ríður á vaðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 21:20
FEITT SÆTABRAUÐ, OG ÁN SAMVISKUBITS! .... Jú það er hægt.
Að sjálfsögðu er þetta alvörumál, að nóg sé að auglýsa fyrir milljónir króna eina vitleysuna af annari, og það virkar! Almenningur er bara að trúa auglýsingum. Ég er sko ekki þannig, nei, nei. Ég læt aldrei plata mig, nema þegar ég get ekki annað af því auglýsingar hafa jú áhrif,
en vitið þið hvað! Upplýsingar hafa líka áhrif, en eru háðar því að birtast ekki nægjanlega oft til að við getum numið þær, við gleymum svo fljótt.
En svona er þetta nú, eins og Göbbels sagði;
Ef þú segir það nógu oft, þá verður það sannleikurinn,
eða þannig sko!
Hér er grein sem birtist í mbl. í fyrra, rétt eftir jólin:
Af því við átum svo ógeðslega yfir okkur feitum og óhollum mat um jólin og vorum svo svínsleg að bæta á okkur meiri tólg en skrokkurinn þolir, þá erum við nú öll sem eitt að drepast úr samviskubiti. En örvæntið ekki.
Nú dugar okkur ekkert minna en Nýi samviskubitinn sem Myllan er að markaðssetja. Þetta er nýja Hit-ið. Meira að segja einn helsti talsmaður hollustu og heilbrigðis hefur séð ljósið og leggur nafn sitt við þetta í heilsíðuauglýsingum.
Ágústa Johnson segir okkur þar að Minna mál sé að borða Nýja samviskubitann sem er nýjasta sætabrauðið frá Myllunni.
Mér fannst þetta svo yndislegt að ég varð að segja öllum frá þessu. Bara með því að borða meira sætabrauð fæ ég góða samvisku, minna mittismál, hollari bita, engan sykur en gómsætt, einstaklega lágt fituinnihald, ekkert samviskubit yfir nartinu og fleira í þeim dúr. Sem sagt, yndisleg vara.
Obb, bobb, bobb!
Málið er bara að þetta hljómar svo ótrúlega að ég, sem er alltaf svo þjakaður af fæðusamvisku fór að lesa næringargildið á pökkunum og ég held ég hafi bara bætt á mig hálfu kílói á staðnum! Orkugildið (í 100g) er meira en í Goða kindabjúgum! Þetta er þriðjungi meira sé miðað við 442 Kkal í Classic 3ja korna og 324 Kkal í bjúgunum. Svo eru SS pyslur með 279 Kkal, sem er þá enn minna Minnamál.
Þetta er kannski ósanngjarn samanburður, réttara væri að miða við annað sætabrauð, til dæmis jólaköku, en næringartöflur segja jólaköku gefa 381 Kkal sem gerir hana líka að minna máli en Minna mál, sætabrauð Ágústu. Sum sé, jólakakan er enn betri . Samviskubiti án alls samviskubits.
Meira að segja fitan í jólakökunni er 13,8g í 100g en takið nú eftir, fitan er 17,5-20g í Minna mál.
Hvort fitan í fræjunum sé hollari eða ekki fer eftir því hvort hana skortir í fæðið okkar. Miðað við almenna ofneyslu á fitu, hefur ekki verið sýnt framá fræfituskort í manneldiskönnunum, enda er verið að auglýsa minna ummál eða minni orkuneyslu er það ekki?
Hvað sem líður nýjungum í markaðssetningu sætabrauðs þá ætla ég bara að halda áfram að borða fjölbreyttan og hollan íslenskan og stundum kleinur og jólakökur og líka hollt.
Ég held að fæðusamviskan mín sé bara svona slæm þegar ég les auglýsingar um fitufrelsun.
Lifið heil, Ólafur Sigurðsson, Matvælafræðingur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 09:29
Þið misskiljið tilganginn elskurnar, ....
Það er spurning hvort þjóðin samþykki stúlkuna sem Íslending eða Framsóknarmann? Það hvíslaði að mér lítill fugl að stúlkan með langa nafnið væri að fá skráningu á kjörskrá og myndi kjósa Framsókn fljótlega, ásamt fleirum. Þetta væri sko bara toppurinn á klakanum.
Framsókn væri því vongóð og Sjálfstæðismenn allir sem einn væru að hjálpa til. Þetta myndi allt smella saman fyrir kosningar. Það skipti bara máli að standa saman, ekki gefast upp þótt móti blási, en því eru menn vanir á ríkisstjórnarheimilinu, klikka ekki á festu í sínum málum.
Gangi Framsóknarmönnum af öllum þjóðernum vel í næstu kosningum.
Kastljós svarar Jónínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.3.2007 | 21:47
Heimska huggulegheitanna
Fréttaflutningur fjölmiðlanna var svo einhæfur á þessu máli að mér blöskraði!
Um heimsku huggulegheitanna
Lætin í Kaupmannahöfn hafa ekki farið fram hjá mörgum. Í þættinum "Ísland í dag", 2 mars var fjallað um málið og til viðræðna voru mættir Ólafur Teitur Guðnason, blaðamaður og Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti framsóknarmanna í Skagafirði. Hafði Ólafur uppi stór orð um þennan uppreisnalýð sem gengst uppí látum og ætti að taka hart á þeim, setja í steininn hið snarasta með hörku og tók framsóknarmaðurinn undir.
Svo kom innslag frá fréttamanni stöðvar 2 á staðnum og ungum íslendingi sem hafði gengið út af krá, og séð reyk af táragasi. Því miður höfðu hvorugur þeirra nokkurn skilning á því hvað var að gerast, frekar en Ólafur Teitur eða Gunnar Bragi, hvað þá þáttastjórnendur.
Þetta er einnig vandamálið í Kaupmannahöfn, fordómar og heimska.
Fyrst skal það leiðrétt að þetta eru ekki einhverjir ofbeldismenn eða útlenskir uppreisnaseggir. Þetta er fyrst og fremst ungt heimilislaust fólk, sem flytur í tóm hús eða þá staði sem það getur hallað höfði því það hefur ekki efni á leigu og stundum ekki mat. Einnig eru þetta vinir, nágrannar, ættingjar og stuðningsmenn.
Að ætlast til þess að þau hætti þessum látum og komi sér bara heim er enn annar misskilningurinn. Mörg þeirra eiga ekkert heimili annað eða hafa aldrei átt. Kannski flúðu sum þeirra að heiman vegna drykkjuvandamála, kynferðislegrar áreitni, ofbeldis eða annars sem ekki verður tíundað hér. Allavega eiga fjölmargir ungir og aldnir í stórborgum Evrópu sér engan samastað og neyðast til að finna sér afdrep einhversstaðar.
Hinsvegar er eignarétturinn mannréttindum þeirra æðri og er þeim ætíð hent út þegar verktakarnir koma með vélarnar. Svo er sagt að þeim sé nær að fá sér vinnu og koma sér heim! .... oft er enga vinnu að fá, hvað þá til staðar heimili eins og flestir þekkja það. Höldum við virkilega að þessir krakkar eiga bara að koma sér heim, hætta þessum fíflaskap, skipta um föt og fá sér eitthvað að borða?
Klókindi stjórnmálamanna eru böl umkomuleysingja.
Deilan snýst nú fyrst og fremst um Ungdomshuset, en það hangir meira á spýtunni. Þetta er gamalt hús, einskonar Alþýðuhús hverfisins í margar kynslóðir. Fólkinu í hverfinu hefur ætíð þótt það eigi þetta hús. En í stað þess að borgin styðji við og efli félagsstarfið, seldu Sosialdemokratar húsið til að losa sig úr vandanum sem fylgdi því. Slíkt var hugleysi þeirra.
En nú er sagt að nýju eigendurnir vilji geta nýtt húsið sitt og allir út. Sniðugt ekki satt? Eignarétturinn skal virtur en borgin þarf ekki að sinna íbúum sínum, nema þeim sem þóknanlegir eru. En hvar var virðing yfirvalda við eignaréttinn þegar sófum, stólum, skápum og öðrum húsgögnum fólksins í Ungdomshúsinu var hent út um gluggana í ruslagáma fyrir neðan og lögreglan bjó um sig í tjaldi fyrir framan húsið til að fara í gegnum aðrar eigur fólksins sem sat í fangelsi á meðan?
Þetta var heldur ekki í fyrsta skipti sem lögreglan í Kaupmannahöfn ræðst inná heimilislaust hústökufólk, lemur, setur í fangelsi, rústar heimilinu og hendir öllum eignum þeirra. Það þykja ekki fréttir hér.
Engar viðræður eru í gangi milli deiluaðila, en til hvers? Húsið skal rifið.
Í Kristianiu voru um tíma viðræður í gangi við lögreglu og samþykkt að hún færi óáreitt inná svæðið til að handtaka hasssölumenn í Pusherstræde. Þeir voru hvort sem er fæstir íbúar þarna, ef nokkrir. Lögreglan sveik það samkomulag og réðst einnig til inngöngu á heimili íbúa, handtóku þá og tóku þar ýmislegt innanstokks. Sögðust vera að leita að þýfi! Þetta var heima hjá vinnandi fólki. Lögreglunni í Kaupmannahöfn er ekki treystandi, enda ráða stjórnmálamenn þar ríkjum.
Margir hafa sagt að yfirvöld í Kaupmannahöfn séu að æfa sig fyrir að hreinsa út Kristianíu. Því hafi Ungdomshúsinu verið stillt upp með þessum hætti.
Ólafar og Gunnarar þessa heims, frétta- og stjórnmálamenn geta ekki leyft sér að fordæma heimilislaust ungt fólk sem ýmist kærir sig ekki um að lifa þeirra lífi, kunna það ekki eða hafa einfaldlega aldrei kynnst því.
Það er ekki það versta í heiminum að lenda í fangelsi Ólafur Teitur Guðnason, því kannski finnst sumum það ekki síður vera fangelsi að lifa þá lygi sem fréttir í sjónvarpi færir okkur.
Kannski er sú hræsni sem sú huggulegheit heimilisins færir manni ekki það líf sem allir kjósa sér. Sem fagmaður er það hugsunarleysi að fordæma atburði í fjarska í fjölmiðli og fordæma af vanþekkingu líf annara.
Lene Espersen, dómsmálaráðherra í íhaldsflokknum tjáði sig um málið og sagði að það væri ekki einræði í Danmörku, en sér fyndist að foreldrar þeirra barna og unglinga sem þarna voru að verki ættu að þrífa upp eftir þau. Þar talar sannur íhaldsmaður.
Á sama tíma og hún og aðrir stjórnmálamenn láta lögregluna þrífa upp eftir sig, finnst henni hún geta sett sig á háan hest og fordæmt það sem hún hefur ekki skilning á.
Fólkið á Nörrebro hefur sagt í viðtölum í útvarpi og sjónvarpi að það hafa enginn læti verið þarna fyrr en lögreglan kemur. Dagsdaglega eru ekki vandræði þarna frekar en annars staðar í Kaupmannahöfn.
Í fréttum á DR1 greinir fréttamaður frá því er hann var staddur við friðsamleg mótmæli við Nörrebro þegar lögreglan réðist fyrirvaralaust á hópinn með barsmíðum og táragasi. Hann talaði síðar við aðra fréttamenn á staðnum og kannaðist enginn þeirra við neinar ögranir hópsins. Þetta var ekki fyrsta skipti sem slíkt gerðist. Dómsmálaráðherra dana hefur gefið þá skipun til sinna manna að nú skuli ekki sýna neina miskunn, en það er ekki ný upplifun umkomulausa í Kaupmannahöfn eða öðrum borgum í Evrópu.
Þetta fólk upplifir sig í stríði við yfirvöld. Þau eru annars flokks borgarar, vandamál sem þarf að leysa, en á forsendum yfirvaldanna. Fólkið sem bjó í Ungdómshúsinu var sumt búið að vera þar í nokkur ár. Þeir sem búa í Kristianíu hafa margir búið þar í nokkrar kynslóðir. Íhaldsmönnum finnst mörgum ómögulegt að það geti þrifist öðruvísi samfélag meðal vor, sem lýtur sínum eigin reglum eða bara engum reglum! Það ógnar stöðugleikanum. Og ef einhver skyldi undrast fjölda handtekinna útlendinga í átökunum, þá var það nú bara þannig að það voru nær engir danir (ef nokkrir), sem tóku Kristianiu í upphafi, þeir komu í kjölfarið. Þetta voru svíar, norðmenn, finnar, íslendingar og nokkrir grænlendingar.
Kaupmannahöfn er mikil menningarborg, ein sú fremsta á Norðurlöndum. Áhrif þeirrar menningar ná langt yfir borgarmörkin en yfirvöld þar eiga ekki ein borgarmenninguna. Það er fólkið sem sinnir henni, tekur þátt og nærir þá menningu sem best þrífst sem ber hana uppi. Þessvegna útlendingar úr næstu borg.
Tjón á eignum almennings er óásættanlegt en hvernig er hægt að ætlast til að heimilislaust ungt fólk beri virðingu fyrir eigum annarra, þegar þau hafa aldrei kynnst því hvað það er, heldur oftar hinu. Sem betur fer er látum nú að linna.
Það er gott að breiða öruggur úr sér í sófanum og tjá sig um pakkið, en þar með grefur sá hinn sami undan sáttinni í samfélaginu, því eigið öryggi er þar með á kostnað þeirra sem ekki njóta slíks, þeirra sem mega þar með upplifa fordóma og ofbeldi.
Það hefði mátt gera stórgóða frétt um öryggisleysi ungs fólks sem kýs að búa öðruvísi. Það hefði mátt fjalla um lífssýn þeirra og ofbeldi yfirvalda, sem ráðast á heimili þess, með Guð sér við hlið. Sú umfjöllun hefði gefið okkur meira en vitleysan í "Íslandi í dag" þættinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2007 | 21:31
Samtrygging, nema hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ekki alltaf sammála
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar