Þið hafið ekki efni á að gagnrýna hana

Eina fólkið sem gæti gagnrýnt þetta eru það góða fólk sem hefur notið þjónustu hennar. Það fólk hefur sumt kært, eða klagað. En ég segi ykkur!  boðskapurinn er einfaldur, þið sem hafið notið þjónustunnar hafið enga getu til að drulla yfir kenningarnar,  .... að minnsta kosti ekki lengur:)

 


mbl.is Detox ekki heilbrigðisþjónusta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur þú endurorðað það sem þú sagðir því ég skil ekkert hvað þú ert að tala um. Má ég ekki gagngrína þjónustuna ef ég hef notið hennar? Hver er boðskapurinn? Hefur þú einhver rök sem mæla með þessari aðferð? Hefurðu reynslu af henni? Geturðu bent okkur á rannsóknir? Er það ekki svolítið alvarlegt ef "sumir" kæra "þjónustuna", fólk gerir það ekki nema einhver alvarlegt lyggi að baki.

Ég veit ekki hversu mikið þú mannst úr barnaskóla, eða menntaskóla, en að skola öllu úr þörmunum gerir það að verkum að bakteríur er líkaminn reiðir sig til meltingar eru skoluð út úr líkamanum og það getur tekið líkaman mikin tíma að jafna sig á slíku.

Það eru bara svo miklu sterkari rök gegn detoxing en með.

Einar Ólafsson (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 22:53

2 Smámynd: Elle_

Jón og Gunna úti í bæ hafa ekki leyfi til að lækna nema þau séu lærðir læknar.  Og pistillinn þinn hefur ekki við nein rök að styðjast.   Dómurinn og landlæknisemnættið, læknar og fólk almennt hafa fullt leyfi til að gagnrýna skottulækningar.  Jónína Ben gerist nokkuð gróf með að setja á stofn skottulækningar. 

Elle_, 11.6.2010 kl. 23:49

3 identicon

Ég á bróðir sem fór til Jónínu í tvær vikur. Hann léttist úr 100 kg í 80 og nýrnavandræði hurfu. Meira þurfti hann ekki að vita. Hann var búin að reyna lyf en þau héldu bara niðri einkennunum. Hann hefur núna farið í próf og nýrun eru samkvæmt læknum farinn að virka algerlega eðlilega.

Vandamálið er hinsvegar þannig að læknastéttinn myndi aldrei viðurkenna að svona árangur sé hreinsun að þakka. Einfaldlega vegna þess að þetta var ekki í framkvæmt tilraunaglasi. Það hafa verið gerðar fjölda rannsókna á tetox meðferðum sem hafa sýnt góðan árangur. Það er hinsvegar gríðarlega erfitt að fást við lyfjarisana í heiminum því þeir vilja græða á að meðhöndla sjúkdómana. Þeir græða ekkert á að fólk læknist.

Einar Ólafsson. Við þig segi ég. Fjöldinn allur af dýrum tetoxa þegar þau verða veik. Þau hætta að borða og í besta falli drekka. Föstur eru mun eldri aðferð til lækninga en nútíma lækningar. Þær eru enn haldnar í mörgum trúarbrögðum út um allann heim á hverju einasta ári. Í mismunandi formi. Ég gæti haldið áfram endalaust með rök sem taka læknisvísindinn í nefið. Sagan segir að þetta sé heilunarleið. Þeir sem ekki hafa prufað geta ekki dæmt. Það geta hinsvegar þeir sem hafa prufað.

Það er mjög ódýrt að segja að fólk hafi kvartað við landlæknisembættið. Sérstaklega þar sem ekki er reynt á það. Samanber lista við þá sem fóru í tetox hjá Jónínu Ben. Það er hægt að segja allt til að sverta fólk.

Sé hinsvegar fólk þarna úti sem raunverulega leið illa í detoxi þá grunar mig af hverju. Ég held að það fólk hafi einfaldlega ekki þolað það vel þegar eiturefninn voru að skilja sig úr líkamanum. Það getur verið erfitt og ekki síður viðbrigðinn að borða ekkert í langann tíma. Þetta kallast einfaldlega FRÁHVÖRF !

Ég hef ekki sjálfur farið til Jónínu Ben en þekki sögu fasta og hef lesið mér til þessi fræði. Jafnframt prufað að taka stuttar tetox-safaföstur. (2-5 daga langar)

Ég get sagt þeim sem þetta lesa að þær gersamlega breyttu líðan minn til hins betra. Núna geri ég þetta lágmark einu til tvisvar á ári.

P.S það er alveg rétt að líkaminn losar sig sjálfur við eitur. En í t.d vestrænu þjóðfélagi þá er gríðarlegt ofgnótt. Fólk getur þá hreinlega ekki ráðið við að losa sig við allt og þetta hleðst upp í líkamanum. Fyrst í ristlinum og svo fer það í önnur líffæri. Það er alveg hægt hjálpa líkamanum að hreinsa sig með því að éta mikið af lifandi fæði. En fæstir gera það nú til dags.

Már (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 01:13

4 identicon

Sko, þetta er í rauninni frekar einfalt. Dæmið snýst engan veginn um það hvort þið þekkið einhvern sem hefur farið í detox og átt af því góða/slæma reynslu eða ekki. Þið getið örugglega fundið einhvern sem segir við ykkur "ég byrjaði aftur að reykja og þá grenntist ég!" eða "eftir að ég fór að kasta upp þrisvar á dag þá runnu kílóin af mér!" nú eða "ég átti alltaf við svefnvandamál að stríða en eftir að ég fór að drekka hálfan vodkapela á hverju kvöldi þá rotast ég um leið og ég leggst upp í rúm!".

Þýðir það að reykingar séu hollar? Þýðir það að búlemía sé æðisleg? Þýðir það að alkóholismi sé málið?

Ég vona svo sannarlega að þið túlkið það ekki sem svo. Þessar sögur eru vissulega til en við vitum samt að allt er þetta slæmt. Við vitum það fyrst og fremst vegna þess að það er búið að gera óteljandi rannsóknir á svona efni og þessar rannsóknir hafa verið birtar í viðurkenndum vísindatímaritum. Sjálf starfa ég í læknisfræðirannsóknum og ég veit hvað þarf til að fá birta grein í vísindatímariti. Kröfurnar eru strangar og það kemst enginn upp með að kokka upp staðreyndir eftir eigin höfði. Þess vegna eigið þið að treysta á birtar niðurstöður úr faglegum rannsóknum, frekar en sögur frá frænda, systur, pabba eða ömmu einhvers.

Ef einhver getur bent mér á flotta grein um gagnsemi detox í viðurkenndu vísindatímariti, tala nú ekki um ef hún verið birt í Nature eða Science, þá skal ég glöð endurskoða álit mitt á þessari meðferð. Þangað til langar mig að benda fólki almennt á að tileinka sér gagnrýna hugsun, hún hefur komið mannkyninu ansi langt í gegnum tíðina...

Lena (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 03:08

5 identicon

Ég verð líka að minnast á það að mér finnst mjög óþægilegur þessi titill á blogginu: "Þið hafið ekki efni á að gagnrýna hana"

Þetta viðhorf er í rauninni stórhættulegt. Við ættum aldrei að þurfa að ávinna okkur rétt til þess að gagnrýna einhvers konar meðferð sem notuð er á fólk. Gagnrýni er mikilvægasta tólið sem við höfum í höndunum til þess að tryggja það að við samþykkjum ekki og göngumst undir meðferðir sem hreinlega geta skaðað okkur. Hér eru nokkur dæmi tengd fíkniefnum:

Hermönnum í Bandaríkjunum (og eflaust víðar) var á sínum tíma gefið LSD til þess að þeir yrðu virkari og héldust betur vakandi. Þetta hafði í mörgum tilvikum skelfileg áhrif á þá alla ævi í formi ofskynjana o.fl. Það var gagnrýninni hugsun einhverra að þakka að farið var í að rannsaka nánar þessi alvarlegu langtímaáhrif og í kjölfarið var LSD skilgreint fíkniefni sem veldur m.a. heilaskaða.

Þegar kók kom fyrst á markaðinn voru notuð í það alvöru kókalauf, sem af augljósum ástæðum hafa verið bönnuð í drykknum í dag. Hefði enginn horft gagnrýnum augum á innihaldsefni drykksins væri margt fólk í rauninni að drögga börnin sín reglulega á kókaíni í dag.

Einu sinni var virkilega hipp og kúl að reykja og reykingar voru jafnvel promotaðar sem heilsusamlegar. Einhverjum einhvers staðar datt síðan í hug að fara að gagnrýna það að einkennilegt samband virtist vera á milli þessarar tísku og lungnakrabbameins. Hvar stöndum við svo gagnvart reykingum í dag?

Mamma mín (sem er fædd 1950) er með vanvirkan skjaldkirtil. Þetta er efnaskiptavilla sem veldur m.a. óeðlilega mikilli svefnþörf og yfirþyrmandi þreytu. Í dag er þetta sem betur fer ein auðlæknanlegasta efnaskiptavillan og fólk sem hefur hana þarf einungis að taka töflur sem vinna á móti skorti á hormóninu tyroxin. Þegar mamma var á þrítugsaldri var málið hins vegar ekki svona einfalt. Þá fór hún til læknis út af einkennunum og var í kjölfarið sett á örvandi lyf sem áttu að valda aukinni virkni hjá henni. Næstu mánuðina hætti mamma að sofa á næturnar og skúraði eins og enginn væri morgundagurinn. Það var líka ekki skrítið þar sem lyfið var náskylt amfetamíni og hefur verið bannað í dag, þökk sé gagnrýninni hugsun einhvers sem hefur eflaust fundist atferli fólks óeðlilegt í kjölfar þessarar meðferðar.

Þegar kemur að meðferðum sem ætlaðar eru til að breyta lífi og/eða líkamsstarfssemi fólks mega allir gagnrýna.

Við eigum ekki að þurfa að ávinna okkur réttinn til að gagnrýna!

Talsmenn hvers konar meðferða eru hins vegar þeir sem þurfa að geta staðist gagnrýnina og svarað henni með málefnalegum rökum og niðurstöðum úr áreiðanlegum rannsóknum. Ef þeir komast upp með annað eru þeir komnir í þá stöðu að geta hæglega spilað með líf fólks, og það ætti engum að leyfast.

Lena (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 04:13

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jónína getur nú boðið upp á alþrif, þökk sé eiginmanninum, Gunnari. Hún hreinsar líkamann, hann sálina og afhommar þegar þurfa þykir.

Annars skil ég ekki hvers vegna fólk er að sækja í svona rugl. Getur fólk ekki bara fastað og drukkið ávaxtasafa heima hjá sér, ef málið snýst um það? Er gáfulegt að borga morðfjár fyrir að fá ekki að borða og verða að drekka eitthvað sull?

Ég hefði ekkert á móti því að tapa slatta af pundum í þyngd en vil helst ekki tapa miklu af þeim í peningum nú í kreppunni.

Theódór Norðkvist, 12.6.2010 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ekki alltaf sammála

Höfundur

Ólafur Sigurðsson
Ólafur Sigurðsson
Höfundur er gaflari, og þannig er nú það.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 4057

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband