FEITT SÆTABRAUÐ, OG ÁN SAMVISKUBITS! .... Jú það er hægt.

„No problem! …. með Johnson”

 

Að sjálfsögðu er þetta alvörumál, að nóg sé að auglýsa fyrir milljónir króna eina vitleysuna af annari, og það virkar! Almenningur er bara að trúa auglýsingum. Ég er sko ekki þannig, nei, nei. Ég læt aldrei plata mig, nema þegar ég get ekki annað af því auglýsingar hafa jú áhrif,

en vitið þið hvað! Upplýsingar hafa líka áhrif, en eru háðar því að birtast ekki nægjanlega oft til að við getum numið þær, við gleymum svo fljótt.

En svona er þetta nú, eins og Göbbels sagði;

Ef þú segir það nógu oft, þá verður það sannleikurinn”,

eða þannig sko!

  Hér er grein sem birtist  í mbl. í fyrra, rétt eftir jólin:

Af því við átum svo ógeðslega yfir okkur feitum og óhollum mat um jólin og vorum svo svínsleg að bæta á okkur meiri tólg en skrokkurinn þolir, þá erum við nú öll sem eitt að drepast úr samviskubiti. En örvæntið ekki.

Nú dugar okkur ekkert minna en „Nýi samviskubitinn” sem Myllan er að markaðssetja. Þetta er nýja „Hit-ið.” Meira að segja einn helsti talsmaður hollustu og heilbrigðis hefur séð ljósið og leggur nafn sitt við þetta í heilsíðuauglýsingum.

Ágústa Johnson segir okkur þar að „Minna mál” sé að borða „Nýja samviskubitann” sem er nýjasta sætabrauðið frá Myllunni.

Mér fannst þetta svo yndislegt að ég varð að segja öllum frá þessu. Bara með því að borða meira sætabrauð fæ ég góða samvisku, minna mittismál, hollari bita, engan sykur en gómsætt, einstaklega lágt fituinnihald, ekkert samviskubit yfir nartinu og fleira í þeim dúr. Sem sagt, yndisleg vara.

 

Obb, bobb, bobb!

Málið er bara að þetta hljómar svo ótrúlega að ég, sem er alltaf svo þjakaður af fæðusamvisku fór að lesa næringargildið á pökkunum og ég held ég hafi bara bætt á mig hálfu kílói á staðnum! Orkugildið (í 100g) er meira en í Goða kindabjúgum! Þetta er þriðjungi meira sé miðað við 442 Kkal í „Classic 3ja korna” og 324 Kkal í bjúgunum. Svo eru SS pyslur með 279 Kkal, sem er þá enn minna „Minnamál”.

Þetta er kannski ósanngjarn samanburður, réttara væri að miða við annað sætabrauð, til dæmis jólaköku, en næringartöflur segja jólaköku gefa 381 Kkal sem gerir hana líka að minna máli en „Minna mál,” sætabrauð Ágústu. Sum sé, jólakakan er enn betri „ …. Samviskubiti án alls samviskubits.

Meira að segja fitan í jólakökunni er 13,8g í 100g en takið nú eftir, fitan er 17,5-20g í „Minna mál.”

Hvort fitan í fræjunum sé hollari eða ekki fer eftir því hvort hana skortir í fæðið okkar. Miðað við almenna ofneyslu á fitu, hefur ekki verið sýnt framá fræfituskort í manneldiskönnunum, enda er verið að auglýsa minna ummál eða minni orkuneyslu er það ekki?

Hvað sem líður nýjungum í markaðssetningu sætabrauðs þá ætla ég bara að halda áfram að borða fjölbreyttan og hollan íslenskan og stundum kleinur og jólakökur og líka hollt.

Ég held að fæðusamviskan mín sé bara svona slæm þegar ég les auglýsingar um fitufrelsun.

Lifið heil, Ólafur Sigurðsson, Matvælafræðingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ekki alltaf sammála

Höfundur

Ólafur Sigurðsson
Ólafur Sigurðsson
Höfundur er gaflari, og þannig er nú það.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband