Neytendasamtökin hvetja til upptöku pólítískra ákvarðana Evrópusambandsins.

Það væri svo sem allt í lagi, ef það væri gott mál sem allir væru sammála um en hér er málið aðeins flóknara.

Í Fréttablaðinu 6. apríl er grein um "Verðhækkanir í skjóli sykurskatts"  Í þessari grein er klausa um "E-efnin sem kaupauki með sykurskatti" og er fjallað um að umdeild asó litarefni séu í matvælum og sælgæti þrátt fyrir bann. Þetta er rangt því þessi litarefni eru leyfð og hafa verið notuð um allan heim áratugum saman og engin drepist enn. Vitnað er í Neytendablaðið og sagt að þar segi "Bresk rannsókn staðfesti að neysla þeirra geti haft neikvæð áhrif á athafnasemi og eftirtekt barna"

Um nokkra hríð hefur dugnaðarforkurinn Brynhildur Pétursdóttir ritstjóri Neytendablaðsins barist gegn þessum litarefnum í greinum í blaðinu, í viðtölum, í útvarpinu og svo kom þetta í sjónvarpinu líka held ég bara og nú eru blöðin sum sé að vitna í þessa vitleysu úr Neytendablaðinu.

Þetta er að minu mati populsimi sem Neytendasamtökin hafa farið útí með þetta mál. Þessi breska rannsókn var ekki rannsókn heldur samanburður á öðrum rannsóknum. Ég hringdi einfaldlega í hana Jónínu hjá Matvælastofnun og ræddi við hana um þessa rannsókn. Hún sagði mér það sem ég vissi að þessi rannsókn hefði verið dæmd ómarktæk, illa unnin og stæðist ekki rýni. Sérfræðingar Evrópusambandsins hefðu rýnt þessa samanburðarrannsókn og dæmt hana ógilda og engin ástæða væri til að taka tillit til hennar. Það hefði engin vísindaleg rök komið fram um að asó litarefnin væru hættuleg einbeitni barna og að þessi rannsókn breytti engu þar um sagði Jónína.

Sum sé búið mál? En nei, stjórnmálamenn innan Evrópusambandsins tóku þetta mál nefnilega uppá sína arma og ákváðu af manngæsku sinni að leyfa börnunum að njóta vafans og fóru fram á að umbúðir matvæla skyldu merktar með varúðarsetningu um að asó litarefni gætu haft áhrif á einbeitni barna. Þetta er mjög sérstök og merkileg ákvörðun því hún byggir ekki á fræðilegri þekkingu heldur pólitískum skoðunum sem eru yfirfærðar á vísindalegan vettvang sem þarf að vera fyrir hendi ef merkja á umbúðir matvæla. Þetta er sum sé stórmerkileg ákvörðun þannig séð.

Það er því skondið að sjá Neytendasamtökin berjast svo mjög fyrir þessari pólitísku ákvörðun Evrópusambandsins. Nú vil ég meina að hér sé ekki um misskilning eða vanþekkingu að ræða því ég sat fund þar sem ég var í matvælahóp Neytendasamtakana er Brynhildur tók þetta fyrst upp. Ég sagði þá að þetta stæðist ekki og benti á Matvælastofnun með alla sína sérfræðinga. Þá var svarið að þeir hefðu gert þetta í Danmörku, Neytendasamtökin þar berðust gegn asó litarefnunum með kjafti og klóm og það ætti að gera það hér líka. Ég bara mótmælti, gat svo sem ekki annað en aðrir í hópnum voru á bandi Brynhildar og eftir það fór herferðin af stað. Ég muldraði eitthvað um að nær væri að takast á við ólöglegar auglýsingar og fullyrðingar um fæðubótarefnin sem væru sum varasöm eins og Herballife en það var ekki áhugi fyrir því.

Sum sé, vitandi vits var haldið af stað í populisma-áróður gegn efnum í matvælum sem gerðu engum mein og þar með alið á ótta fólks við matinn sinn. Þetta finnst mér ljótt og það er miður að Neytendasamtökin skulu ekki vera vandari að virðingu sinni.

Í grein Fréttablaðsins eru týndar upp nokkrar tegundir af sælgæti og framleiðendur sem framleiða sælgæti með þessum litarefnum í eins og þetta séu glæpamenn að eitra fyrir börnunum. Það skal ítrekað að þessu efni eru leyfð og væru það ekki - ef það væri minnsta hætta að þau væri eitruð. E-efni eru mjög mikið rannsökuð og þýðir "E" Evrópusamþykkt, sum sé örugg matvæli, nema fólk vilji trúa öðru, en þá erum við komin útí allt aðra hluti.

Mér fyndist nær að Neytendasamtökin eyddu tímanum í aktuelt mál, skuldastöðu heimilianna og vinna með öðrum samtökum gegn ofríki og fantaskap bankana og Dróma, en þar hitta heimilin, Jón og Gunna fyrir fulltrúa Seðlabankans í framkvæmdastjórn Neytendasamtakanna endurkosin Ólaf Klemensson. 


Verðkannanir ASÍ eru rangar.

Snorri Már Skúlason, deildarstjóri upplýsinga- og  kynningarmála hjá ASÍ sendir verslunum Hagkaup, Kosts, Nóatúns og Víðis heldur betur tóninn:

"Ástæða er til þess að vara neytendur við að versla í þessum verslunum því ætla má að þær leiti skjóls til verðhækkana í því að útiloka fulltrúa neytenda úr verslunum sínum og gera þeim ókleift að sinna sjálfsögðu aðhalds- og upplýsingahlutverki sínu."

Sumar þessar verslanir hafa mótmælt framkvæmd þessara verðkannana. Í Kosti var ekki t.d. ekki valin ódýrasta varan, þar sem "hún var í stærri umbúðum" þetta var svar ASÍ við athugsemdum frá Kosti. Í Víði kom upp mál þar sem skoðunaraðili frá ASÍ "valdi" óhagstæðari vörur fyrir Víði þ.e. dýrari vöruliði og sinnti ekki mótmælum verslunarstjórans. Þá hætti Víðir.

Í könnun hjá Kosti, var verð á þvottaefni vitlaust skráð og þurfti að ganga á eftir ASÍ til að fá leiðréttingu. Það virðast endalaust hafa verið árekstar milli ASÍ skoðunaraðila og sumra verslana. Á sama tíma virðist Bónus haft lag á að lækka um leið og þær hefjast skv. fréttum rúv sept/okt 2007 þar sem innanbúðarmaður greinir frá því hvernig vörur hækka í Bónus og Krónunni seinnipart dags og um helgar, þegar ASÍ er lokað. Það er sum sé auðvelt að spila á þessar ASÍ kannanir og fyrrverandi starfsmaður hefur greint frá því við rúv. Það virðist ekkert tekið tillit til svoleiðis.

Skoðunaraðliar ASÍ neyta að sýna verslunarstjórum könnunina áður en þau fara úr búðinni, ég var vitni að því þegar kona frá ASÍ neitaði að sýna Jóni Gerald niðurstöðu könnunarinnar áður en hún fór út úr versluninni. Jón sagði við hana að síðast höfðu þau gert mistök sem ekki væri búið að leiðrétta og hvort ekki ætti að fyrirbyggja að slíkt gerist aftur? "Nei" sagði konan, þá verður þú ekki með í könnuninni. Eftir það var Kostur ekki með. Svo segir Snorri Már frá ASÍ að þetta séu svik við neytendur og hér sé unnið gegn kjarasamningum! Svei þér Snorri Már að vita ekki hvað þú talar um en átt að gerþekkja og ætla svo að snúa eigin skömm og svívirðu uppá heiðarlegt fólk sem og ætlast til að samþykki yfirgang þinn.

Þess skal getið að þegar Neytendasamtökin voru með þessar kannanir, þá var það regla að sýna verslunarstjórum niðurstöður könnunarinnar til að tryggja að ódýrustu vörurnar séu inni og rétt verð. Í öllu gæðaefirliti og slíkri vinnu þykir þetta sjálfsögð vinnubrögð. Ef verslunarstjórar neyta því að sæta svona vinnulagi er ekki sanngjarnt að kenna verslunum um.

Ég hef áður skrifað til Neytendastofu um þetta mál og kvartað yfir vinnubrögðum ASÍ í þessu og fékk ekki einu sinn svar. Ég lýsti þar yfir að ASÍ væri ekki hæfur aðili til að gera þessar kannanir, þó ASÍ fái tugi milljóna fyrir. Á meðan hlutleysis er ekki gætt, vönduð vinnubrögð ekki viðhöfð, eftirfylgni ekki fyrir hendi og ekki kannað hvort það sé svindlað á þessu (þrátt fyrir ábendingar) - þá er það ASÍ sem er ekki hæft til að gera þessar kannanir og nú virðist ljóst hvað er að, ASÍ þolir ekki gagnrýni í þessum málaflokki og fer í afneitun eins og besti bankabófi og hvetur fólk til að sniðganga verlsanir sem ekki vilja taka þátt í þessum skrípaleik ASÍ og Bónus og Krónu sem kunna að nýta sér vanhæfi ASÍ og Snorra Más.


mbl.is „Hvað hafa þær að fela?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara borga kostnaðinn við útreikninginn,=Auglýsing!

Það þarf að biðja um sér útreikninga fyrir hvern og einn, þetta er auglýsing, ég fann ekki neitt annað þarna.
mbl.is Hægt að reikna út áhrifin á gengistryggð lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þið hafið ekki efni á að gagnrýna hana

Eina fólkið sem gæti gagnrýnt þetta eru það góða fólk sem hefur notið þjónustu hennar. Það fólk hefur sumt kært, eða klagað. En ég segi ykkur!  boðskapurinn er einfaldur, þið sem hafið notið þjónustunnar hafið enga getu til að drulla yfir kenningarnar,  .... að minnsta kosti ekki lengur:)

 


mbl.is Detox ekki heilbrigðisþjónusta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef karlinn er þjófur, er fjölskyldan þjófsnautur.

Ég á afskaplega erfitt með að vorkenna fjölskyldum sem njóta góðs af illa fengnu fé, en vilja svo vera stikkfrí frá afleiðingunum. Það er ekki hægt að biðja um samúð hinsvegar og fá samt að njóta góssins. Fjölskyldan öll er stimpluð til allrar framtíðar ef hún tekur þátt. Svona er þetta bara.
mbl.is Vakta hús auðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má drekka maltdós?

Í malti er um það bil 2,20% alkóhól, sbr. pilsner. Sumsé, sama alkóhólmagn og í 250 ml. af bjór og er í 500 ml maltdós. Þá er eins gott að setja viðvörun á maltdósir og pilsner.

Og hvað um jólin? Má drekka appelsín/maltblöndu og keyra heim??? 

Þau áfengismörk í blóði sem eru nú gilda, voru sett með það í huga að fólk gæti drukkið eina maltflösku. Það er ekki gott að breyta þessu ef allir dæmast fyllibyttur við það eitt að drekka malt.


mbl.is Blátt bann við akstri og áfengisneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fæðubótarefni sum stórhættuleg.

Þessi efni eru fæst framleidd undir sérstöku eftirliti, virkefni ekki tilgreind né magn þeirra frá einni lotu til annarrar. Það góða er að þau virka ekki baun, fæst þeirra. Þetta er stórt auglýsingasvindl og hafa margar stofnanir ályktað um það hér og víðar (quackwatch.org). Hinsvegar eru sum efni með varasömum enfasamböndum og mengunarefnum í og þarf ekki annað en hætta að éta þennann óþverra, þá lagast maður og sparar sér aurinn líka. En það er harla endaþarmsskolunum Jónínar að þakka, sem er orðið að aðhlátursefni margra í heilbrigðiskerfinu.
mbl.is DV: Eitrað fyrir Árna Johnsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg er ekki að meika það.

Það vita allir sem vilja hve duglegur og góður í samstarfi Gunnar er. Þetta er einmitt maðurinn sem vantar í dag. Ingibjörg hefur fengið á sig gagnrýni frá Jóni Baldvin og einnig hefur hermáladekur hennar farið fyrir brjóstið á mörgum. Þetta mál verður því líklega til þess að einhver annar komi fram til að stjórna samfylkingunni, vonandi.


mbl.is Gunnar ekki „í klíkunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessvegna fáum við ekki lán!

Ef við erum enn að lána í braskið, hvað þá - til þess að gefa frá okkur nær alla fjölmiðlun á Íslandi, er þá nokkuð skrítið að við skulum ekki fá nein lán erlendis?  .... hvað skyldi útlendingurinn eiginlega hugsa um okkur???
mbl.is Fallið verði frá kröfu um upplýsingagjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sér kirkjan sjálf um þessi mál?

Skil ég það rétt sem ég heyrði í útvarpinu, að Lútherska Kirkjan hafi teymi fólks til að vera einskonar fyrsta hjálp fyrir börn eða fórnarlömb kynferðisofbeldis innan kirkjunnar?

Sum sé, það þarf ekki að leyta til lögreglu í fyrstu ef kynferðisbrot eiga sér stað innann kirkjunnar. Kirkjan hjálpar til með að koma málinu áleiðs, leiðbeina eða stýra fyrstu viðbrögðum.

Ég ímynda mér að Kaþólska Kirkjan í Ameríku hefði getað haft uppi svipaðan hóp sérfræðinga, gegn kynferðisofbeldi innan kirkjunnar þar.  

Hins vegar efast ég stórlega að hagsmunum barna og unglinga sem verða fyrir kynferðisofbeldi af hendi presta sé betur borgið með þeim hætti. Ég tel að að hagsmunir barna sem fórnarlamba, geta verið í hættu - því hagsmunir kirkjunnar hljóta að öðlast meira vægi hjá þessum hóp, en hjá lögreglu eða barnaverndaryfirvöldum.

Þyrftu barnaverndaryfirvöld ekki að skoða betur svona hagsmunatengda starfsemi?

Fá íþróttafélögin til dæmis að mynda slík teymi? Skólarnir??? ....

Með fullri virðingu. 


mbl.is Þriðja stúlkan kærir sóknarprestinn á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Ekki alltaf sammála

Höfundur

Ólafur Sigurðsson
Ólafur Sigurðsson
Höfundur er gaflari, og þannig er nú það.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband