20.2.2009 | 08:52
Fæðubótarefni sum stórhættuleg.
Þessi efni eru fæst framleidd undir sérstöku eftirliti, virkefni ekki tilgreind né magn þeirra frá einni lotu til annarrar. Það góða er að þau virka ekki baun, fæst þeirra. Þetta er stórt auglýsingasvindl og hafa margar stofnanir ályktað um það hér og víðar (quackwatch.org). Hinsvegar eru sum efni með varasömum enfasamböndum og mengunarefnum í og þarf ekki annað en hætta að éta þennann óþverra, þá lagast maður og sparar sér aurinn líka. En það er harla endaþarmsskolunum Jónínar að þakka, sem er orðið að aðhlátursefni margra í heilbrigðiskerfinu.
DV: Eitrað fyrir Árna Johnsen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ekki alltaf sammála
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það sem er ekki að rúlla inni í hausnum á þessum Árna.
gunna (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 09:20
Þarfur og góður pistill. Það er bara rétt mataræði sem virkar. Ég trúi ekki á eitt einasta fæðibótarefni eða neinar vítamínpillur.
Og mér hefur alltaf langað að vita hvað er í fóðurbætir sem kindum, kýr og oft hestum er gefið á Íslandi. Hef bara aldrei fundið neinar upplýsingar um það.
Ég er alla vega með ofnæmi fyrir íslenskum fóðurbætir. Varð að vera með handska þegar ég var að mata kindur með þessu sem barn í sveit.
Þú veist kanski hvaða efni eru í fóðurbæti Ólafur?
Óskar Arnórsson, 20.2.2009 kl. 10:04
Fóðurbætir er samheiti yfir ýmiskonar skepnufóður. þar má nefna fiskimjöl (loðna, síld o.fl.), grasmjöl, maís, bygg, hafrar, hveiti. Í þetta er blandað fitu, vítamínum, steinefnum og fleiri nauðsynlegum bætiefnum.
Dæmi um efnagreint innihald í algengri blöndu: Kúakögglum-12 sem er próteinsnautt kjarnfóður með lágu PBV gildi. Hentar með góðri beit og mjög próteinríku heyi.
Upplýsingar eru af vef Fóðurblöndunnar ehf.
Sveinn Ingi Lýðsson, 20.2.2009 kl. 10:49
Maður hefur heyrt margar skrýtnar sögur af fæðubótarefnunum. Ef að Árni væri ekki svona óvinsæll þá hefði honum aldrei dottið þetta í hug. Maður hugsar hvort hann hafi haldið áfram að borða fæðubótarefnið í langan tíma miðað við að það er talað um fólk sem hefur hitt hann á undanförnum árum.
Bólgnar hendur geta einnig verið merki um marga undirliggjandi hjarta eða lungnasjúkdóma. Hann hlýtur nú að hafa hitt lækni á Íslandi til að athuga þessi mál.
En að fóðurbætinum. Hver er tilgangurinn með svona háu innihaldi af ösku?
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 02:23
Takk fyrir greinargóð svör. Hef ekkert fylgst með 'Íslandi síðan ég var 17 ára. Hélt reyndar að þessi fóðrbætir væri innfluttur.
Enn græðgi kinda í fjárhúsum var ofsalegur og þurfti að telja vandlega inn í hvern "garð" svo eitthvað er í þessari blöndu sem gerir þessa fóðurblöndu eftirsóknarverða fyrir a.m.k fyrir kindur. Heyrði að en kýr sem komst í fóðurbætistunnu, hefði étið svo mikið af þessum fóðurbæti að hún drapst.
Ég spyr líka eins og Gunnar? Aska? Hvaða fóður gildi hefur aska?
Ég man líka eftir því þegar bændur um allt land, settu kemískan áburð á tún. Þetta jók hraða vaxtar á túnum að það var hægt að slá tún tvisvar og sumir þrisvar sama sumar.
Svo "brunnu" túnin og voru þau löguð með kúa og kindaskít.
Ég skil ekki að það geti verið hollt að blanda svona kemiskum efnum í fóður fyrir dýr sem eru ætluð til manneldis. Man líka eftir saltsteinum sem voru sett á víðavang í beitarlöndum.
Aldrei vitað til hvers það var gert heldur.
Óskar Arnórsson, 21.2.2009 kl. 06:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.