Verðkannanir ASÍ eru rangar.

Snorri Már Skúlason, deildarstjóri upplýsinga- og  kynningarmála hjá ASÍ sendir verslunum Hagkaup, Kosts, Nóatúns og Víðis heldur betur tóninn:

"Ástæða er til þess að vara neytendur við að versla í þessum verslunum því ætla má að þær leiti skjóls til verðhækkana í því að útiloka fulltrúa neytenda úr verslunum sínum og gera þeim ókleift að sinna sjálfsögðu aðhalds- og upplýsingahlutverki sínu."

Sumar þessar verslanir hafa mótmælt framkvæmd þessara verðkannana. Í Kosti var ekki t.d. ekki valin ódýrasta varan, þar sem "hún var í stærri umbúðum" þetta var svar ASÍ við athugsemdum frá Kosti. Í Víði kom upp mál þar sem skoðunaraðili frá ASÍ "valdi" óhagstæðari vörur fyrir Víði þ.e. dýrari vöruliði og sinnti ekki mótmælum verslunarstjórans. Þá hætti Víðir.

Í könnun hjá Kosti, var verð á þvottaefni vitlaust skráð og þurfti að ganga á eftir ASÍ til að fá leiðréttingu. Það virðast endalaust hafa verið árekstar milli ASÍ skoðunaraðila og sumra verslana. Á sama tíma virðist Bónus haft lag á að lækka um leið og þær hefjast skv. fréttum rúv sept/okt 2007 þar sem innanbúðarmaður greinir frá því hvernig vörur hækka í Bónus og Krónunni seinnipart dags og um helgar, þegar ASÍ er lokað. Það er sum sé auðvelt að spila á þessar ASÍ kannanir og fyrrverandi starfsmaður hefur greint frá því við rúv. Það virðist ekkert tekið tillit til svoleiðis.

Skoðunaraðliar ASÍ neyta að sýna verslunarstjórum könnunina áður en þau fara úr búðinni, ég var vitni að því þegar kona frá ASÍ neitaði að sýna Jóni Gerald niðurstöðu könnunarinnar áður en hún fór út úr versluninni. Jón sagði við hana að síðast höfðu þau gert mistök sem ekki væri búið að leiðrétta og hvort ekki ætti að fyrirbyggja að slíkt gerist aftur? "Nei" sagði konan, þá verður þú ekki með í könnuninni. Eftir það var Kostur ekki með. Svo segir Snorri Már frá ASÍ að þetta séu svik við neytendur og hér sé unnið gegn kjarasamningum! Svei þér Snorri Már að vita ekki hvað þú talar um en átt að gerþekkja og ætla svo að snúa eigin skömm og svívirðu uppá heiðarlegt fólk sem og ætlast til að samþykki yfirgang þinn.

Þess skal getið að þegar Neytendasamtökin voru með þessar kannanir, þá var það regla að sýna verslunarstjórum niðurstöður könnunarinnar til að tryggja að ódýrustu vörurnar séu inni og rétt verð. Í öllu gæðaefirliti og slíkri vinnu þykir þetta sjálfsögð vinnubrögð. Ef verslunarstjórar neyta því að sæta svona vinnulagi er ekki sanngjarnt að kenna verslunum um.

Ég hef áður skrifað til Neytendastofu um þetta mál og kvartað yfir vinnubrögðum ASÍ í þessu og fékk ekki einu sinn svar. Ég lýsti þar yfir að ASÍ væri ekki hæfur aðili til að gera þessar kannanir, þó ASÍ fái tugi milljóna fyrir. Á meðan hlutleysis er ekki gætt, vönduð vinnubrögð ekki viðhöfð, eftirfylgni ekki fyrir hendi og ekki kannað hvort það sé svindlað á þessu (þrátt fyrir ábendingar) - þá er það ASÍ sem er ekki hæft til að gera þessar kannanir og nú virðist ljóst hvað er að, ASÍ þolir ekki gagnrýni í þessum málaflokki og fer í afneitun eins og besti bankabófi og hvetur fólk til að sniðganga verlsanir sem ekki vilja taka þátt í þessum skrípaleik ASÍ og Bónus og Krónu sem kunna að nýta sér vanhæfi ASÍ og Snorra Más.


mbl.is „Hvað hafa þær að fela?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Vönduð og góð umfjöllun hjá þér.

Eru þessi handarbakarvinnubrögð ASÍ þá kostuð af hinu opinbera?

Helgi (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 16:58

2 identicon

Að sjálfsögðu Helgi!

Góðar upplýsingar gaflari. Takk!

anna (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ekki alltaf sammála

Höfundur

Ólafur Sigurðsson
Ólafur Sigurðsson
Höfundur er gaflari, og þannig er nú það.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband