Neytendasamtökin hvetja til upptöku pólítískra ákvarðana Evrópusambandsins.

Það væri svo sem allt í lagi, ef það væri gott mál sem allir væru sammála um en hér er málið aðeins flóknara.

Í Fréttablaðinu 6. apríl er grein um "Verðhækkanir í skjóli sykurskatts"  Í þessari grein er klausa um "E-efnin sem kaupauki með sykurskatti" og er fjallað um að umdeild asó litarefni séu í matvælum og sælgæti þrátt fyrir bann. Þetta er rangt því þessi litarefni eru leyfð og hafa verið notuð um allan heim áratugum saman og engin drepist enn. Vitnað er í Neytendablaðið og sagt að þar segi "Bresk rannsókn staðfesti að neysla þeirra geti haft neikvæð áhrif á athafnasemi og eftirtekt barna"

Um nokkra hríð hefur dugnaðarforkurinn Brynhildur Pétursdóttir ritstjóri Neytendablaðsins barist gegn þessum litarefnum í greinum í blaðinu, í viðtölum, í útvarpinu og svo kom þetta í sjónvarpinu líka held ég bara og nú eru blöðin sum sé að vitna í þessa vitleysu úr Neytendablaðinu.

Þetta er að minu mati populsimi sem Neytendasamtökin hafa farið útí með þetta mál. Þessi breska rannsókn var ekki rannsókn heldur samanburður á öðrum rannsóknum. Ég hringdi einfaldlega í hana Jónínu hjá Matvælastofnun og ræddi við hana um þessa rannsókn. Hún sagði mér það sem ég vissi að þessi rannsókn hefði verið dæmd ómarktæk, illa unnin og stæðist ekki rýni. Sérfræðingar Evrópusambandsins hefðu rýnt þessa samanburðarrannsókn og dæmt hana ógilda og engin ástæða væri til að taka tillit til hennar. Það hefði engin vísindaleg rök komið fram um að asó litarefnin væru hættuleg einbeitni barna og að þessi rannsókn breytti engu þar um sagði Jónína.

Sum sé búið mál? En nei, stjórnmálamenn innan Evrópusambandsins tóku þetta mál nefnilega uppá sína arma og ákváðu af manngæsku sinni að leyfa börnunum að njóta vafans og fóru fram á að umbúðir matvæla skyldu merktar með varúðarsetningu um að asó litarefni gætu haft áhrif á einbeitni barna. Þetta er mjög sérstök og merkileg ákvörðun því hún byggir ekki á fræðilegri þekkingu heldur pólitískum skoðunum sem eru yfirfærðar á vísindalegan vettvang sem þarf að vera fyrir hendi ef merkja á umbúðir matvæla. Þetta er sum sé stórmerkileg ákvörðun þannig séð.

Það er því skondið að sjá Neytendasamtökin berjast svo mjög fyrir þessari pólitísku ákvörðun Evrópusambandsins. Nú vil ég meina að hér sé ekki um misskilning eða vanþekkingu að ræða því ég sat fund þar sem ég var í matvælahóp Neytendasamtakana er Brynhildur tók þetta fyrst upp. Ég sagði þá að þetta stæðist ekki og benti á Matvælastofnun með alla sína sérfræðinga. Þá var svarið að þeir hefðu gert þetta í Danmörku, Neytendasamtökin þar berðust gegn asó litarefnunum með kjafti og klóm og það ætti að gera það hér líka. Ég bara mótmælti, gat svo sem ekki annað en aðrir í hópnum voru á bandi Brynhildar og eftir það fór herferðin af stað. Ég muldraði eitthvað um að nær væri að takast á við ólöglegar auglýsingar og fullyrðingar um fæðubótarefnin sem væru sum varasöm eins og Herballife en það var ekki áhugi fyrir því.

Sum sé, vitandi vits var haldið af stað í populisma-áróður gegn efnum í matvælum sem gerðu engum mein og þar með alið á ótta fólks við matinn sinn. Þetta finnst mér ljótt og það er miður að Neytendasamtökin skulu ekki vera vandari að virðingu sinni.

Í grein Fréttablaðsins eru týndar upp nokkrar tegundir af sælgæti og framleiðendur sem framleiða sælgæti með þessum litarefnum í eins og þetta séu glæpamenn að eitra fyrir börnunum. Það skal ítrekað að þessu efni eru leyfð og væru það ekki - ef það væri minnsta hætta að þau væri eitruð. E-efni eru mjög mikið rannsökuð og þýðir "E" Evrópusamþykkt, sum sé örugg matvæli, nema fólk vilji trúa öðru, en þá erum við komin útí allt aðra hluti.

Mér fyndist nær að Neytendasamtökin eyddu tímanum í aktuelt mál, skuldastöðu heimilianna og vinna með öðrum samtökum gegn ofríki og fantaskap bankana og Dróma, en þar hitta heimilin, Jón og Gunna fyrir fulltrúa Seðlabankans í framkvæmdastjórn Neytendasamtakanna endurkosin Ólaf Klemensson. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ekki alltaf sammála

Höfundur

Ólafur Sigurðsson
Ólafur Sigurðsson
Höfundur er gaflari, og þannig er nú það.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 4061

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband